Friday, April 16, 2010

Diarios de Motocicleta

Smá pælingar um Diarios de Motocicleta

Á ferðalaginu um Suður-Ameríku sér hann hvarvetna merki óréttlætisins. Andstæðurnar í samfélaginu, ríkidæmi auðjöfranna og þjáning öreiganna.

Fátæku námumennirnir, sem fá sjaldan vinnu og ef þeir eru svo heppnir að fá hana þá er hún við afar slæmar aðstæður og illa launuð.

Á meðan hann ferðast í lestinni sér hann fátæklinga labba stórhættulega fjallastíga, á meðan hann ferðast í stóra bátnum sér hann fátæklinga í litlum illa búnum bát sem dreginn er af stóra bátnum,


Áin sem skilur hina heilbrigða að frá hinum sjúku er honum Che mikið hugðarefni,áin er í raun mjög tákræn fyrir aðskilnað hinna ríku frá hinum fátæku. Hinir ríki byggja glæsileg hús og mikið af veggjum í sérstökum hverfum fjarri þeim fátæku.

Á afmælinu sínu var haldin veisla í búðum læknanna og starfsfólksins, eftir veisluna vildi hann halda upp á afmælið með þeim sjúku. Þá synti hann yfir ánna, stórhættulega á, yfirfull af hættu, en slíkur maður var hann, hugsjónamaður, hinir sjúku voru vinir hans og hann vildi ekki láta neitt koma í veg fyrir að hann gæti eytt afmæliskvöldi sínu með þeim.


Ferðinni sem þeir lögðu af stað í var heitið á holdsveikra nýlendu í 8000 kílómetra fjarlægð, fegurð landslagsins, leikur tveggja aðalhlutverkanna, áhugaverða sagan, heimurinn sem breytti verndaða manninum í manninn sem vildi breyta heiminum, gerir myndina frábæra, mæli eindregið með henni.


4/5 stjörnur


ari másson

Wednesday, April 14, 2010

Vicky Cristina Barcelona

Vicky Cristina Barcelona

Eins og að nafnið gefur til kynna fjallar myndin að miklu leyti um vinkonurnar Vicky og Cristina sem fara til Barcelona yfir sumarið, þær eru góðar vinkonur sem voru saman í háskóla og eru að mestu leyti sammála um allt sem tengist lífinu en þegar það kemur að ástinni þá eru þær svart og hvítt.

Aðal lagið í myndinni, gefur góða hugmynd um hvernig stemmningin er: http://www.youtube.com/watch?v=dEt1H9hkHvE

Í byrjun myndarinnar hafa stöllurnar tvær ákveðnar hugmyndir um ástina.

Vicky á þeirri skoðun að ástin eigi að vera örugg, eitthvað til að treysta á, hún þarf ekki endilega að vera spennandi, hún þarf fyrst og fremst að vera áreiðanleg og þægileg. Vicky er trúlofuð Doug sem er í góðri vinnu, venjulegur og mjög ábyrgur. Vicky er að skrifa mastersritgerð sína um katalónska menningu og hefur því brennandi áhuga á Barcelona og umhverfinu sem þær eru í.

Cristina er á þeirri skoðun að að ástin sé brennandi heit ástríða og rómantík, hún hendir tilfinningum sínum á náðir karlmanna til þess eins að fá lítið augnablik af ástríðu. Hún annaðhvort særist eða fær fljótt leið á föruneyt sínum, hún er nýhætt með kærasta sínum þegar þær koma til Barcelona. Hún er sífelt að leita að því sem hún vil, því það eina sem að hún veit er hvað hún vil ekki. Áður en þær komu til Barcelona þá leikstýrði, skrifaði og lék Cristina í 12 mínútna stutttmynd sem fjallaðu um hversu erfitt það sé að skilgreina ástina. Cristina endaði svo með því að hata myndina.


Juan Antonio er gáfaður listamaður haldinn nokkurs konar sjálfseyðingarhvöt, hann býður vinkonunum með sér að heimsækja lítinn rómantískan smábæ. Vicky vildi alls ekki fara með en Cristina var gjörsamlega dolfallinn af hugmyndinni, þannig að þær fór, í flugvél, sem að Juan flaug sjálfur.

Eftir rómantískan dag og smávegis af góðum mat og víni býður Juan þeim að koma með sér upp á herbergi að njóta ásta. Vicky neitar, enda trúlofuð, en Cristina þyggst boðið og mætir upp á herbergi. Rétt í því augnabliki sem að þau ætla að hefja ástaratlotu sína fær Cristina í magann og ælir. Næsta dag þarf Cristina að húka á hótelinu rúmliggjandi og Vicky neyðist til þess að eyða deginum í samveru Juan Antonio.

Þau skoða fallegan vita og fara svo í heimsókn til föður Juan Antonio, sem að sögn Vicky er það fyrsta áhugaverða sem að Juan Antonio hafi stungið upp á að gera. Svo síðar um kvöldið yfir kvöldmatnum er Vicky farinn að njóta þess að eyða tíma sínum með Juan Antonio, eftir matinn fer Juan Antonio með hana að hlusta á spænskan gítarleikara spila, en spænsk gítartónlist snertir djúpa strengi í hjarta hennar. Tónlistin spilar stórt hlutverk í myndinni.

Hér má sjá hið frábæra gítar atriði:

http://www.youtube.com/watch?v=hPHuBgEUO6U

Þessa nótt nutu þau ásta, Juan Antonio og Vicky, þessi lífsreynsla þjagaði Vicky út alla myndina þar sem að hún hræðist það að hún sé að gera mistök með því að giftast Doug, hún hræðist það að lifa ástríðulausu lífi. Efasemdir hennar um Doug og að ást sé öryggi ná hámarki þegar að hún lýgur að Doug, sem kom til Spánar til þess að giftast henni þar óvænt (þar sem að hann hleður meiri efasemdum ofan á hennar eigin efasemdir með sínu venjulega og þurra háttalagi). Hún lýgur að honum að hún sé farin að hitta tungumálakennarann sinn í kveðjuskyni en leggur í raun leið sína til Juan Antonio – og hvað gerist þá?

Spólum aðeins til baka, þegar að þau komu öll 3 heim frá smábænum þá hringdi Juan Antonio í Cristina og bað hana um að hitta sig. Þau byrjuðu svo að búa saman yfir sumarið. Eina nóttina kemur þó smá babb í bátinn hjá Juan Antonio og Cristina, Maria Elena, fyrrverandi kona Juan Antonio reyndi að drepa sig með því að gleypa gnægð af verkjatöflum, en hún lifði og er nú komin að lifa hjá Juan Antonio í nokkra mánuði.

Þess er vert að geta að samband þeirra var afar stormasamt, þau væru bæði afar ástfangin af hvoru öðru, en það var eitthvað sem vantaði hjá þeim, eitthvað til að halda þeim í jafnvægi. Svo kemur í ljós að það sem vantaði hjá þeim var Cristina. Þau verða öll elskendur, bókstaflegur ástarþríhyrningur. En svo einn daginn kemst Cristina að því að þetta er ekki það sem að hún vil, hún er hamingjusöm og elskar þau, en þetta er ekki ástin sem að hún var að leita af, hún skilur þau tvö eftir og vitaskuld brotna þau í sundur eins og bolli sem dettur á gólfið. Juan Antonio er aftur einn á báti en rekst svo á Vicky í litlu teiti (Sem var haldið í þeim tilgangi að koma þeim saman, Vicky og Juan.)

Þau hittast í húsi Juan Antonio og skoða málverkin sem að hann Juan hefur teiknað, hún er ennþá ekki alveg viss um afhverju hún er þarna og hvað hún sé eiginlega að pæla, hún er gift á þessum tímapunkti og hefur ekkert að gera þarna. En hún vil bara vera viss. Allt í einu kemur Maria Elena (mjög óstabíl kona), með byssu og byrjar að skjóta á þau, hún skýtur voðaskoti í hönd Vicky. Þarna fattar Vicky að þetta er ekki hún, hún er ekki ástríðuþyrstur brjálæðingur, hún vill öryggið sem að Doug veitir henni.

Persónurnar Vicky og Cristina þróast í gegnum söguna. Vicky sem er svo fullviss um ástina fær efasemdir en er svo aftur sannfærð að hún hafi valið rétt í endanum. Cristina sem veit ekki hvað hún vill bætir einu atriði við á listann og heldur áfram að leita.

-


Það er eitthvað við þessa mynd sem að gerir hana að mínu mati frábæra, Juan Antonio karakterinn er frábær og einnig Maria Elena (Penelópe Cruz). Tónlistin, fegurð Barcelona, spænska stemmningin og skemmtileg saga, allt þetta gerir myndina alveg yndislega frábæra, mæli eindregið með þessari.

4/5 stjörnur


Ari Másson

Thursday, April 8, 2010

10 stig

  • hvað tókst vel og hvað mætti betur fara
Sýningar á bíómyndum heppnuðust vel, tímarnir voru þó oft á tímum snoozefest þar sem að farið var hægum skrefum í gegnum glærushow. Frekar erfitt að fylgjast með glærum í dimmu herbergi þegar maður er nývaknaður í Janúar.
  • hvaða hluti námskeiðsins var skemmtilegastur
Að horfa á myndefni (T.d Buster Keaton, Happy End, Jackie Chan og áhættuleikarar í gamla daga... mikið af áhugaverðu efni var sýnt.)
  • hvaða hluta lærðuð þið mest af eða nýttist ykkur best
Ég fetaði mig aðeins áfram í að horfa á gamlar myndir eftir að við horfðum á The General, það nýttist mér ágætlega. Lærði fullt um framing og uppbyggingu sena.
  • hvaða hluta þarf að breyta eða henda alveg út
Meira verklegt, minna sitja í tíma að glápa á powerpoint.

  • hvers söknuðuð þið - hverju þarf að bæta við
Í byrjun árs: Gera einn skets á hóp.. gæti verið gaman.



Ég fór í kvikmyndafræði til þess að fá að tjilla af og til í skólanum, horfa á góðar bíómyndir og svona. Það rættist að miklu leyti.
Mér finnst skyldubloggið kannski aðeins of mikil vinna fyrir námskeið sem að mínu mati á að vera skemmtilegt, lækka kröfurnar í blogginu niður í 10 stig í mánuði og þá myndi maður nenna því.


  • Væri betra að setja hverjum hópi fyrir frumsýningardag, frekar en að sýna allar myndirnar í einu?
Frekar góð stemmning að sýna myndirnar allar í einu.
  • Hefði verið betra að hafa skiladag á lokaverkefninu fyrir páska?
Já ábyggilega.
  • Ætti að raða efninu upp öðruvísi? Væri gagnlegra að hafa kvikmyndasöguna fyrir áramót og tengja fyrri fyrirlesturinn kvikmyndasögunni betur?
Já kannski.. fara aðeins minna í kvikmyndasöguna og einblína frekar á aðalatriði sögunnar en ekki svona nákvæmlega rýna í hana.

  • Hvernig má hvetja til meiri og metnaðarfyllri bloggs? Ætti ég að gefa stig fyrir komment til þess að hvetja til meiri umræðu?
Ekki 20 heldur 10 stig á mánuði, það væri snilld!




Sunday, February 28, 2010

Ging chat goo si (1985)



Jackie Chan fer á kostum í þessari kínversku hasarmynd. Hann starfar sem lögregla í Hong-Kong þar sem að hann eltist við vonda kalla einsamall vegna vanhæfni og spillingar í röðum lögreglunnar. Söguþráðurinn í þessari mynd er gömul skemmtileg klisja sem allir geta séð fyrir eftir fyrstu 15 mínúturnar en söguþráðurinn skiptir litlu máli í þessari mynd því að þessi mynd er geðveik! Snargeðveik! Hún byrjar á snargeðveiku bílaatriði þar sem að nokkrir kínverskir gæar taka sig til og keyra í gegnum fátæklingaþorp byggt úr pappa, blöðum, snæri og bárujárni og staðsett í brekku þar sem að vondi kallinn var að funda á fullri ferð, engu er til sparað í þessu atriði enda er það geðveikt!

Líklega það fyndnasta sem ég hef séð er þegar Jackie er að reyna að stöðva kærustuna sína, hún er pirruð út í hann og ætlar að fara á vespunni sinni þá mætir Jackie og kippir henni af vespunni þegar hún reynir að fara af stað. Fyrir þá sem hafa spilað GTA leikina þá var þetta alveg eins og þegar maður stelur vespu, gruna sterklega að Rockstar menn hafi verið undir áhrifum Jackie Chan.

Myndin gengur svona upp og niður, koma hundleiðinleg atriði inn á milli t.d atriðið í dómsalnum þar sem að Jackie Chan vinnur leiksigur en hinir leikararnir eru svo þurrir að þeir draga Jackie niður á plan sem maður vill hreinlega ekki sjá Jackie á.

Það sem Jackie gerði 100% rétt í þessari mynd er að hann byrjar á sprengju og endar á sprengju, lokaatriðið er yfirfullt af alvöru flottum bardögum og áhættuatriðum. Jackie tekur áhættuatriði á nýtt level í þessari mynd þar sem að hann drap sig næstum því við að leika loka atriðið þar sem að hann hoppar og lendir í rafmagnssnúrum sem brenndu hann á höndunum þannig að hann missti gripið og féll niður af tæplega 4.hæð. Hann höfuðkúpubraut sig og var nærr dauða en lífi en lét það ekkert á sig fá, hann jafnaði sig og tók þetta aftur, lét þetta líta út eins og að drekka vatn, alvöru atvinnumaður! Bara þetta atriði gerir myndina geðveika.

Mall atriðið er must see:

Ef að einhver áhugi er fyrir fyndnum bardagaatriðum og snargeðveikum áhættuatriðum þá er þetta myndin til að horfa á.

4,1/5 stjörnur

-Ari Másson


Angela's Ashes (1999)



Angela's Ashes fjallar um uppeldisár fátæks drengs á Írlandi. Myndin er fullkomin blanda húmors og hryggð en hún er á köflum annaðhvort mjög fyndin eða mjög sorgleg. Myndin er mjög falleg og vel leikin og líkaði mér hversu vel hún fylgir bókinni að málum.

Einkunn: 3,5 stjörnur

Mæli eindregið með því að lesa bókina og horfa síðan á myndina, prýðileg skemmtun!

-Ari Másson