Jackie Chan fer á kostum í þessari kínversku hasarmynd. Hann starfar sem lögregla í Hong-Kong þar sem að hann eltist við vonda kalla einsamall vegna vanhæfni og spillingar í röðum lögreglunnar. Söguþráðurinn í þessari mynd er gömul skemmtileg klisja sem allir geta séð fyrir eftir fyrstu 15 mínúturnar en söguþráðurinn skiptir litlu máli í þessari mynd því að þessi mynd er geðveik! Snargeðveik! Hún byrjar á snargeðveiku bílaatriði þar sem að nokkrir kínverskir gæar taka sig til og keyra í gegnum fátæklingaþorp byggt úr pappa, blöðum, snæri og bárujárni og staðsett í brekku þar sem að vondi kallinn var að funda á fullri ferð, engu er til sparað í þessu atriði enda er það geðveikt!
Líklega það fyndnasta sem ég hef séð er þegar Jackie er að reyna að stöðva kærustuna sína, hún er pirruð út í hann og ætlar að fara á vespunni sinni þá mætir Jackie og kippir henni af vespunni þegar hún reynir að fara af stað. Fyrir þá sem hafa spilað GTA leikina þá var þetta alveg eins og þegar maður stelur vespu, gruna sterklega að Rockstar menn hafi verið undir áhrifum Jackie Chan.
Myndin gengur svona upp og niður, koma hundleiðinleg atriði inn á milli t.d atriðið í dómsalnum þar sem að Jackie Chan vinnur leiksigur en hinir leikararnir eru svo þurrir að þeir draga Jackie niður á plan sem maður vill hreinlega ekki sjá Jackie á.
Það sem Jackie gerði 100% rétt í þessari mynd er að hann byrjar á sprengju og endar á sprengju, lokaatriðið er yfirfullt af alvöru flottum bardögum og áhættuatriðum. Jackie tekur áhættuatriði á nýtt level í þessari mynd þar sem að hann drap sig næstum því við að leika loka atriðið þar sem að hann hoppar og lendir í rafmagnssnúrum sem brenndu hann á höndunum þannig að hann missti gripið og féll niður af tæplega 4.hæð. Hann höfuðkúpubraut sig og var nærr dauða en lífi en lét það ekkert á sig fá, hann jafnaði sig og tók þetta aftur, lét þetta líta út eins og að drekka vatn, alvöru atvinnumaður! Bara þetta atriði gerir myndina geðveika.
Mall atriðið er must see:
Ef að einhver áhugi er fyrir fyndnum bardagaatriðum og snargeðveikum áhættuatriðum þá er þetta myndin til að horfa á.
4,1/5 stjörnur
-Ari Másson
Fín færsla. Hefðir samt mátt krydda með myndum og svoleiðis. 6 stig.
ReplyDelete