Friday, April 16, 2010

Diarios de Motocicleta

Smá pælingar um Diarios de Motocicleta

Á ferðalaginu um Suður-Ameríku sér hann hvarvetna merki óréttlætisins. Andstæðurnar í samfélaginu, ríkidæmi auðjöfranna og þjáning öreiganna.

Fátæku námumennirnir, sem fá sjaldan vinnu og ef þeir eru svo heppnir að fá hana þá er hún við afar slæmar aðstæður og illa launuð.

Á meðan hann ferðast í lestinni sér hann fátæklinga labba stórhættulega fjallastíga, á meðan hann ferðast í stóra bátnum sér hann fátæklinga í litlum illa búnum bát sem dreginn er af stóra bátnum,


Áin sem skilur hina heilbrigða að frá hinum sjúku er honum Che mikið hugðarefni,áin er í raun mjög tákræn fyrir aðskilnað hinna ríku frá hinum fátæku. Hinir ríki byggja glæsileg hús og mikið af veggjum í sérstökum hverfum fjarri þeim fátæku.

Á afmælinu sínu var haldin veisla í búðum læknanna og starfsfólksins, eftir veisluna vildi hann halda upp á afmælið með þeim sjúku. Þá synti hann yfir ánna, stórhættulega á, yfirfull af hættu, en slíkur maður var hann, hugsjónamaður, hinir sjúku voru vinir hans og hann vildi ekki láta neitt koma í veg fyrir að hann gæti eytt afmæliskvöldi sínu með þeim.


Ferðinni sem þeir lögðu af stað í var heitið á holdsveikra nýlendu í 8000 kílómetra fjarlægð, fegurð landslagsins, leikur tveggja aðalhlutverkanna, áhugaverða sagan, heimurinn sem breytti verndaða manninum í manninn sem vildi breyta heiminum, gerir myndina frábæra, mæli eindregið með henni.


4/5 stjörnur


ari másson

1 comment: